Umhirða og viðhald
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega
með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í ábyrgð.
•
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta
innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar skal
fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna alveg áður en rafhlaðan
er sett í það aftur.
ÍSLENSKA
•
Ekki skal nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það
þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar þess geta skemmst.
•
Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið
úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið eða brætt
sum plastefni.
•
Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að
eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og hann getur
skemmt rafrásaspjöld.
•
Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg
meðferð getur skemmt innri rafrásarspjöld og fíngerðan búnað.
•
Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk
hreinsiefni til þess að þrífa tækið.
•
Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins
og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
ÍSLENSKA
Ef tækið vinnur ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda
þjónustuaðila til lagfæringar.
Endurvinnsla
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni,
rafhlöðunni, bæklingnum eða umbúðunum táknar að fara
verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað, rafhlöður og
rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar
liðnum. Þessi krafa á við um Evrópusambandið. Hendið þessum vörum
ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar um umhverfismál, sjá
upplýsingar um Eco-yfirlýsingu vörunnar á www.nokia.com/environment.
Skilaðu alltaf notuðum rafbúnaði, rafhlöðum og umbúðum á sérstaka
söfnunarstaði. Með því stuðlar þú að takmarkaðri losun á úrgangi og
endurvinnslu. Nánari upplýsingar um safnstaði eru veittar hjá söluaðilum,
viðkomandi yfirvöldum á staðnum, framleiðslueftirliti í viðkomandi landi
eða umboðsaðila Nokia á staðnum. Fáðu upplýsingar um hvernig hægt er
að endurvinna vörur þínar á www.nokia.com/werecycle, eða ef þú ert að
vafra í farsímatæki, á www.nokia.mobi/werecycle.