
Notkun hátalarans
Lyftu hljóðtenglinum úr raufinni neðst á hátalaranum og losaðu
hátalarasnúruna.

ÍSLENSKA
Til að tengja hátalarann við samhæft Nokia-tæki sem er með 3,5 mm
Nokia AV-hljóðtengi, eða samhæft tæki (t.d. tölvu eða tónlistarspilara)
sem er með venjulegt 3,5 mm hljóðtengi, skaltu stinga hljóðtenglinum
í samband við tækið.
Til að tengja hátalarann við samhæft Nokia-tæki sem er með 2,5 mm AV
Nokia-tengi skaltu tengja viðeigandi millistykki (ef það fylgir með) við
tækið og stinga svo hljóðtenglinum í samband við millistykkið.
Renndu rofanum á stillinguna ON til að kveikja á hátalaranum. Þá kviknar
á stöðuljósinu. Renndu rofanum á stillinguna OFF til að slökkva á honum.
Þá slokknar á stöðuljósinu.
Til að hlusta á tónlist þegar hátalarinn er tengdur við samhæft tæki skaltu
hefja spilun í tækinu.
Hljóðstyrkurinn er stilltur með hljóðstyrkstökkum tækisins.
Ef hljóðstyrkurinn er of lágur eða þú heyrir stöðugt tónmerki
frá hátalaranum þarftu að skipta um rafhlöður.

ÍSLENSKA
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk.
Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Til að festa band skaltu opna rafhlöðulokið, þræða bandið
gegnum gatið á hlið hátalarans þannig að lykkjan fari kringum litla
pinnann (7), herða að og setja lokið aftur á.
Ef taka á hátalarann með sér skal slökkva á honum, festa hátalarasnúruna
og setja hljóðtengilinn í raufina neðst á tækinu.